Það er í höndum Mariu Damanaki, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, hvort Ísland verði beitt refsiaðgerðum vegna deilu um veiðar á makríl í kvöld, samkvæmt kvöldfréttum Stöðvar 2.

Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, er í Brussel og fundar ráðherrann með José Manuel Barros, forseta framkvæmdastjórnarinnar, á morgun eftir því hvaða ákvörðun verður tekin í kvöld.

Jóhannes gerir ráð fyrir að þær þjóðir sem hafi þrýst á refsiaðgerðir, Bretar og Írar, muni halda honum áfram í kvöld til að hafa áhrif á ákvörðun Damanaki. Írski sjávaraútvegsráðherrann hefur sagt að beita eigi Íslendinga og Færeyinga hörku, veiðar þjóðanna skaði markrílstofnun og samningaviðræður hafi engu skilað.