Hvað sem öllum völvuspám og greiningum sérfræðinga banka líður verður ekki annað sagt en óvissan sem skapaðist á nýliðnu ári vofi enn yfir fjármálamörkuðum heims. Þrátt fyrir að einhver teikn sjáist nú á lofti um að aðgerðir seðlabanka beggja vegna Atlantsála hafi sefað millibankamarkaði telja sumir að aðeins sé um tímabundið ástand að ræða og eru svartsýnir á horfurnar.

Flestir virðast telja að ástandið í bandaríska hagkerfinu ráði mestu um för á árinu: Kauptækifæri kunna að vera fyrir hendi en hins vegar er áhættan það líka, sérstaklega ef um harða lendingu verður að ræða þar vestra.

Sjá nánar í erlendum fréttum Viðskiptablaðsins.