Stjórnendur norska fyrirtækisins Orkla ASA munu funda í vikunni til að fara yfir tilboð í fjölmiðlaeiningu fyrirtækisins, segir í frétt danska dagblaðsins Berlinske Tidende. Blaðið segir ákvörðunar að vænta um söluna í vikunni.

Íslenska fjölmiðla- og fjarskiptasamstæðan Dagsbrún er á meðal hugsanlegra kaupenda, ásamt fjárfestingasjóðunum Apax Parnters og Mecom Group, segir í fréttinni.

Talið er að heildarverðmæti fjölmiðleiningarinnar, sem nefnist Orkla Media, sé í kringum einn milljarður evra, eða um 94 milljarðar króna. Orkla Media er eigandi Berlinske Tidende.