Réttarhöld í al Thani-málinu gætu frestast fram á næsta ár, hugsanlega fram í febrúar, svo nýir verjendur þeirra Sigurðar Einarssonar og Ólafs Ólafssonar geti sett sig inn í málið.

Fram kom í hádegisfréttum RÚV í dag að dómari, saksóknari og verjendur í Al Thani-málinu hafi fundað um málið í morgun.

Lögmennirnir Gestur Jónsson og Ragnar H. Hall, verjendir Sigurðar og Ólafs, óskuðu eftir lausn frá störfum fyrir hálfum mánuði á þeim forsendu að broti hafi verið á rétti skjólstæðinga þeirra.

Aðalmeðferð átti að hefjast nokkrum dögum síðar. Dómari skipaði þeim Sigurðu og Ólafi nýja verjendur og frestaði aðalmeðferð um óákveðinn tíma. Gögnin í Al Thani-málinu eru mjög umfangsmikið og telja þúsundir blaðsíðna.