Fyrirtaka í al-Thani málinu, gegn fyrrverandi stjórnendum, einum aðaleiganda og stjórnarformanni Kaupþings, fer fram á mánudaginn næsta. „Þetta er milliþinghald þannig að menn geti komið að einhverjum gögnum ef þeir vilja,“ segir Björn Þorvaldsson saksóknari í samtali við VB.is.

Aðalmeðferð í al-Thani málinu átti að fara fram í apríl. Eins og kunnugt er var henni frestað þegar tveir af verjendum sakborninga, þeir Gestur Jónsson og Ragnar Hall, báðust lausnar.

Aðalmeðferð í málinu fer að öllum líkindum fram í nóvember.