Franska fyrirtækið Alcatel hefur lokið við 785 milljarða krónu yfirtöku á bandaríska fyrirtækinu Lucent Technologies, og mun samrunin gera fyrirtækinu kleift að taka þátt í hörðu samkeppnisumhverfi fjarskiptageirans, segir í frétt Dow Jones.

Undanfarnir mánuðir hafa verið fyrirtækjunum erfiðir, en versnandi árshlutauppgjör þeirra beggja urðu til þess að hlutabréf fyrirtækjanna hafa lækkað talsvert frá þeim tíma þegar fyrst var tilkynnt um samrunann.

Fyrirtækið mun bera heitið Alcatel-Lucent og verður skráð bæði í kauphöllinni í París og í New York.