Skuldatryggingaálag á banka og fjármálafyrirtæki í Evrópu lækkaði umtalsvert í gærdag og þannig lækkaði álagið á íslensku bankana um eina 50 punkta miðað við opnunargildi frá Royal Bank of Scotland. Samkvæmt frétt Reuters var lækkunin einkum rakin til uppsveiflunnar á hlutabréfamörkuðum vestanhafs á fimmtudaginn og mánudaginn, jákvæðra frétta af húsnæðismarkaðinum í Bandaríkjunum og hækkunar á verðinu sem JP Morgan greiðir fyrir Bear Stearns.

Fljótlega eftir opnun markaða í gær hafði Itraxxvísitalan, sem mælir skuldatryggingaálagið á evrópska banka og fjármálafyrirtæki, lækkað um 25 punkta eða úr um 132 punktum í um 107 punkta.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .