Álagið á skuldatryggingum Kaupþings banka á eftirmarkaði (e.credit default swaps) heldur áfram að lækka og er nú komið niður í 45 punkta og hefur þá lækkað um tvo punkta síðan á föstudaginn síðasta og um alls 22 punkta síðan frá upphagi þessa mánaðar. Álagið á skuldatryggingar Glitnis stendur nú í 33 punktum og hefur hækkað um eitt stig síðan á föstudaginn en alls hefur álagið dregist saman um átta punkta frá því í byrjun október. Álagið á skuldatryggingar Landsbankans er nú í 39 punktum og hefur dregist saman um einn punkt frá því síðasta föstudag en alls hefur álagið dregist saman um ellefu punkta í þessum mánuði samkvæmt upplýsingum frá markaðsaðilum.

Skuldatryggingar gefa til kynna hver hagstætt er að sækja fjármagn á alþjóðlega skuldabréfamarkaði og dragast saman eftir því sem traust markaðsaðila til bankann eykst. Bankarnir hafa allir lokið endurfjármögnun fyrir næsta ár sem hefur jákvæð áhrif á viðhorf markaðsaðila og velur því að álagið dregst saman. Álagið á skuldatryggingum allra bankanna er nú lægra en það var í upphafi febrúarmánaðar áður en að neikvæð umræða um íslensk fyrirtæki og efnahagslíf byrjaði að hafa áhrif til hækkunar.