Álag á skuldatryggingar Kaupþings banka og Landsbanka Íslands lækkuðu eilítið í gær, eða um einn punkt, samkvæmt upplýsingum frá markaðsaðilum.

Álagið á tryggingarnar, sem er vísbending um kjör skuldabréfaútgefanda á markaði, lækkaði í 71 punkt á Kaupþing og 61 punkt á Landsbankann. Skuldatryggingar eru tryggingar fyrir vanefndum.

Álagið á skuldatryggingar Glitnis stóð í stað í 52 punktum og álagið á ríkissjóð hefur einnig haldist óbreytt og er átta punktar.