Svokallaður millibankamarkaður með gjaldeyri er einna líkastur lokuðum klúbbi en í honum eru nú eingöngu þrír bankar, þ.e. þeir stærstu, Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki. Í reynd má segja að markaðurinn sé símamarkaður milli þessara þriggja banka og síðan Seðlabanka Íslands. Markaðurinn var með svipuðu sniði fyrir hrun þótt þá hafi fleiri verið á honum og var þó stundum kvartað undan því að ekki væri hægt að fara inn á hann án þess að hálfur bærinn vissi.

Tífalt meira en fyrir hrun?

En lengi getur vont versnað og staða viðskiptavinanna, þ.e. fyrirtækjanna, sem var veik fyrir er nú orðin enn veikari. Flestum ber saman um að álag bankanna vegna viðskipta með gjaldeyri hafi margfaldast eftir hrun og raunar svo að mörgum þykir nóg um – en geta fátt að gert og allra síst auðvitað þau fyrirtæki sem eru í eigu eða undir handarjaðri bankanna sjálfra.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.