Skuldatryggingaálagið á íslensku bankana lækkaði örlítið í dag eða í 775-825 á bréf Kaupþings bæði og Glitnis en álagið á bréf Landsbankans lækkaði í 550-580 punkta.

Til samanburðar við íslensku bankana má nefna að álagið á UBS er 100-110 punktar, 90-100 á Credit Suissse og 55-65 á Danske Bank.

Í upphafi síðustu viku var álagið á Kaupþing 985 punktar, rétt liðlega 1.000 á Glitni og 850 punktar á Landsbankann þannig að það hefur lækkaðu um 200-250 punkta síðustu tvær vikurnar.

Þá lækkaði skuldatryggingaálagið á ríkissjóð einnig og stóð í dag  í 285-305 punktum. Það er þíó vitaskuld mjög hátt en til samaburðar er álagið á lönd á borð við Tyrkland og Kasakstan um 250 punktar,  um 125 punktar á rússneska ríkið og um 265 á það úrkraínska.