Álagið á portúgölsk skuldabréf útgefin af ríkissjóði landsins til 5 ára hefur aldrei verið hærra en þessa stundina.  Í gærkvöldi sagði ríkisstjórn landsins af sér í kjölfar þess að frumvarp um niðurskurð ríkisútgjalda var kolfellt.  Aðeins 97 af 230 þingmönnum samþykktu frumvarpið.

Fyrrum fjármálaráðherra landsins, Fernando Teixeira dos Santos, sagði í ræðu í þinginu í gær að líkurnar á því að Portúgal þyrfti að sækja um aðstoð úr neyðarsjóði ESB myndi aukast mikið ef frumvarpið yrði fellt.

Álagið var nú fyrir stundu 8,056 hefur ekki verið hærra frá upptöku evrunnar þann 1. janúar 1999.

álag á skuldabréf Portúgals 24.3.2011
álag á skuldabréf Portúgals 24.3.2011
© None (None)

Stækka má myndina með því að smella á hana.