Álag á erlendar skuldir ríkissjóðs, svokallað skuldatryggingarálag, stendur nú í 231 punkti og hefur það ekki verið lægra síðan í júlí í fyrra. Álagið stóð í 312 punktum í júní í sumar en hefur lækkað nokkuð viðstöðulítið síðan undir lok ágúst í takt við alþjóðlegar sveiflur. Álagið endurspeglar traust fjárfesta á skuldara. Því hærra sem álagið er því meiri hætta er talin á að viðkomandi geti ekki staðið við skuldbindingar sínar.

Bent er er það í umfjöllun netmiðilsins MarketWatch af þróun skuldatryggingarálagsins, að álag á skuldir Spánar og Ítalíu hafi lækkað upp á síðkastið, ekki síst í síðustu viku eftir að Mario Draghi, bankastjóri evrópska seðlabankans, greindi frá áætlun um innspýtingu á fjármagni inn í evrópsk efnahagslíf með kaupum á skuldabréfum evruríkja. Við það lækkaði skuldatryggingarálag á Spán úr 451 punkti í 420. Þá fór álagið á ítalskar skuldir úr 397 punktum í 370.

Þessu samkvæmt þarf að greiða 2,31% af nafnverði skuldabréf til fimm ára til að tryggja eiganda þess gegn greiðslufalli.