Kostnaður Portúgals við fjármögnun með útgáfu ríkisskuldabréfa hefur ekki verið hærri síðan að landið tók upp árið 1999. Ríkisskuldabréfaútboð fór fram í dag þar sem boðin voru skuldabréf til tveggja ára. Álagið hefur aldrei verið hærra.

Reuters fjallar um útboðið í dag. Ríkisstjórn landsins segir að núverandi vaxtaálag sé ósjálfbært og bregðast þurfi við innan Evrópusambandsins. Það var þó ítrekað að Portúgal þurfi ekki á neyðaraðstoð að halda vegna erfiðar fjárhagsstöðu. Álag á ríksibréfin sem voru boðin út í morgun er 5,993% samanborið við 4,086% í útboði sem haldið var í september sl. Bréfin eru á gjalddaga í september 2013.

Ríkisstjórn Portúgals telur að björgunarsjóður evruríkja þurfi að vera sveigjanlegri. Leiðtogar evruríkja hittast eftir tvo daga til að ræða skuldavanda ríkjanna.