Álag á skuldatryggingar (e. credit default swaps) viðskiptabankanna þriggja hækkaði töluvert í gær en hefur nú náð jafnvægi, segja sérfræðingar.

Álagið hækkaði í gær vegna ákvörðunar matsfyrirtækisins Moody's um að breyta horfum um fjárhagsstyrk Landsbanka Íslands og Glitnis í neikvæðar úr stöðugum og taka til skoðunar breytingu á fjárhagsstyrkseinkunn Kaupþings banka.

Álag skuldatrygginga fyrir fimm ára skuldabréf Kaupþings banka hækkaði um sjö punkta í gær í 86 punkta, sem þýðir að það kostar 86 þúsund evrur að tryggja sig fyrir vanefndum skuldabréfaeignar að virði 10 milljónir evra.