Þótt margir hafi vafalaust gert ráð fyrir að Moody’s myndi lækka lánshæfiseinkunir íslensku bankanna eins og reyndin varð hefur skuldatryggingaálagið á íslensku bankana hækkað umtalsvert í kjölfar tilkynningar Moody’s og náð algerlega nýju methæðum.

Þannig kemur fram í frétt Dow Jones að skuldatryggingaálagið - sem við eðlilegar aðstæður ætti að endurspegla bæði hugsanlega kjör á lánsfjármarkaði og hættunni á gjaldþroti viðkomandi banka – á fimm ára skuldabréf bæði Glitnis og Kaupþings banka hafi farið í um 705 punkta, þ.e. álagið er liðlega 7% ofan á millibankavexti, og álagið á bréf Landsbankans í um 465 punkta.

Bent er á að varla hafi verið minnst á fjármögnun og kostnað við fjármögnun hjá íslensku bönkunum í tilkynningu Moody’s.