Skuldatryggingarálag á skuldir ríkissjóðs Íslands hefur haldist stöðugt allan júlí mánuð.  Í dag stendur það í 247.

Álagið á Ítalíu hefur sveiflast nokkuð í mánuðnum.  Það hefur fylgt hækkunum á álagi á skuldabréfum ríkissjóðs landsins og stendur nú í 288.  Er hækkunin í takt við auknar áhyggur af skuldakrísunni í verst settu evrulöndunum.

Sömu sögu er að segja af álaginu á Spán. Það hefur ekki farið niður fyrir Ísland síðan í júní og stendur nú í 337.

Á myndinni má sjá miklar sveiflur á álaginu á Grikkland.  Það lækkaði mikið þegar lausn var í sjónmáli á fjármögnun landsins en hækkar nú að nýju.

Skuldatryggingarálag 28. júlí 2011
Skuldatryggingarálag 28. júlí 2011
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)