Álagningarskrá einstaklinga verður ekki lögð fram á árinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Skattsins.

Vanalega hafa álagningarskrár verið gerðar aðgengilegar og hverjum sem er gefist kostur á því að fletta upp í þeim. Sá háttur verður ekki hafður á í ár en um sóttvarnaraðgerð vegna veirufaraldursins er að ræða. Bráðabirgðaheimild þessa efnis var samþykkt í vor á Alþingi.

Álagningu einstaklinga lauk á fimmtudag og þau sem áttu inneign hjá Skattinum fengu hana greidda út í gær. Framteljendum fjölgaði um tæp tvö prósent milli ára og hafa þeir aldrei verið fleiri eða rúmlega 313 þúsund. Um minni fjölgun er að ræða en undanfarin ár. Til að mynda fjölgaði framteljendum um rúmlega tíu þúsund í fyrra en 5.639 þetta árið.

Tæplega 20 þúsund einstaklinga skiluðu ekki skattframtali og því voru tekjur þeirra áætlaðar. Áætlunum fækkaði þó lítillega milli ára eða um 347 einstaklinga. Nær allir nýta sér rafræn skil en einnan við eitt prósent framteljenda ákvað að skila framtali sínu á pappír.