Ef skoðuð er þróun á heimsmarkaðsverði á hráolíu og þróun á verði eldnseytis má draga þá ályktun að verðhækkanir sem hafa átt sér stað að undanförnu megi rekja til aukinnar álagningar olífélaganna. Frá áramótum hefur heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkað um 6%, mælt í krónum, á sama tíma og eldsneytisverð olíufélaganna hefur hækkað um 3%.

Þetta kemur fram í Markaðspunkti greiningardeildar Arion banka en frekari verðhækkanir á eldsneyti voru tilkynntar í gærkvöldi.

Á myndinni má sjá hvernig verðbil milli eldsneytis hér heima og hráolíu hefur verið að aukast. Greiningardeild Arion banka segir að það sé vísbending um aukna álagningu olífélaganna.