Álagningarseðlar ríkisskattstjóra voru gerðir aðgengilegir nú í morgun, en hægt er að nálgast þá á vefnum skattur.is .

Þar geta skattgreiðendur séð hvort þeir eigi rétt á endurgreiðslu frá ríkisskattstjóra, eða hvort þeir skuldi skatta og önnur opinber gjöld. Barnabætur, vaxtabætur og fyrirframgreiddar vaxtabætur verða greiddar út 31. júlí, auk annarra inneigna.

Þeir sem óskuðu eftir álagningarseðli á pappír fá hann sendan í pósti eftir 24. júlí. Kærufrestur vegna álagningar 2015 er til 24. ágúst.