Álagning verður birt einstaklingum þann 29. maí en líklega verða álagningarskrár ekki birtar fyrr en í ágúst líkt og í fyrra. Snorri Olsen ríkisskattstjóri segir að endanleg ákvörðun liggi ekki fyrir.

Huga þurfi að atriðum á borð við samkomutakmarkanir, tveggja metra reglna og sótthreinsun eftir hverja notkun á skrám. Þá hafi verið mikið álag á stofnuninni af ýmsum sökum vegna faraldursins. Því kunni að vera heppilegra að bíða með birtinguna fram í ágúst. Endanleg ákvörðun verður kynnt í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu.