Evrópska bankaeftirltið er byrjað á nýjum álagsprófum á bankastofnunum innan Evrópusambandsins. Bankaeftirlitið (e. European Banking Authority) var nýlega sett á laggirnar. Ferlið tekur nokkra mánuði og búist er við niðurstöðum í júní nk. BBC greinir frá.

Álagspróf á evrópska banka voru gerð í fyrra. Þau þóttu ófullkominn, sér í lagi eftir að í ljós kom að bjarga þurfti írskum bönkum. Nú stendur til að kanna efnahagsreikninga fjármálastofnana mun betur. Þó hefur ekki verið ákveðið nákvæmlega hvernig prófin nú verða frábrugðin þeim fyrri. Til dæmis hefur ekki verið ákveðið hvort tekið verði tillit til gjaldþrotaáhættu ríkja. Upplýst verður um hvernig prófunum verður háttað í apríl.