Írsk stjórnvöld þurfa mögulega að ríkisvæða að stórum hluta Bank of Ireland og Irish Life & Permanent. Stjórnvöld hafa ekki enn þurft að koma þessum bönkum til aðstoðar. Allir aðrir stórir bankar í landinu hafa leitað til ríkisins.

Niðurstöður álagsprófa á bankana verða birtar á morgun. Margir óttast að í kjölfarið neyðist ríkisvaldið til að grípa til aðgerða, þar sem niðurstöður muni opinbera slæma stöðu þeirra. Írski seðlabankinn birtir niðurstöður álagsprófanna klukkan 16:30 á morgun.

Hlutabréfaverð í Irish Life féllu um 45% í kauphöllinni í Dyflinni í gær. Bankinn óskaði í morgun eftir frystingu viðskipta þar til 1. apríl. Hlutabréfaverð í Bank of Ireland féllu um nærri 10% í gær.