© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Evrópsk bankayfirvöld (EBA) mun gefa út niðurstöður álagsprófa á 91 banka. Markmið prófanna er að auka trú fjárfesta á fjármálastofnunum í Evrópu. Álagspróf athugar hvort banki hafi nægt eigið fé. Landesbank Hessen-Thueringen hefur neitað að heimila EBA að birta niðurstöður prófanna af því er fram kemur í greiningarefni IFS.

Standard & Poor’s gerðu sitt eigið streitupróf sem gefið var út í mars á þessu ári. Þar kom fram að evrópskir bankar þurfi 250 milljarða evra í nýju eigin fé ef skörp vaxtahækkun yrði á sama tíma og hagkerfi tækju stóra dýfu.