Álagður fjármagnstekjuskattur einstaklinga nemur 12,2 milljörðum króna og hækkar um liðlega 60% milli ára. Greiðendur fjármagnstekjuskatts eru tæplega 85 þúsund og fjölgar um tæp 10% milli ára segir í frétt fjármálaráðuneytisins.

Mikil hækkun fjármagnstekjuskatts skýrist bæði af auknum hagnaði af sölu hlutabréfa og auknum arðgreiðslum hjá einstaklingum. Tekjur af fjármagnstekjuskatti hafa nær þrefaldast á síðustu þremur árum.