Álagður fjármagnstekjuskattur einstaklinga nemur 7,6 milljörðum króna og hækkar um 17,7% milli ára. Greiðendur fjármagnstekjuskatts eru liðlega 77 þúsund talsins og fjölgar lítillega milli ára. Rúmlega helmingur skattsins er álagning á arðgreiðslur, vexti og leigutekjur, en afgangurinn er álagning á söluhagnað hlutabréfa, en liðlega 11.400 framteljendur telja fram slíkar tekjur.

Eignarskattur er nú lagður á í síðasta sinn. Hann nemur alls 2,8 milljörðum króna og hækkar um 30% frá fyrra ári einkum vegna hækkunar á fasteignamati milli ára. Gjaldendum eignarskatts fjölgar um 8,8% og eru þeir 75.600.