Álagður tekjuskattur lögaðila á tekjuárinu 2005 nemur 34,7 milljörðum. Hann hefur hækkað frá fyrra ári um nær 11 milljarða eða 46% að því er kemur fram í tilkynningu fjármálaráðuneytisins.

Fjöldi gjaldenda tekjuskatts er nær 15.000 og hefur þeim fjölgað frá fyrra ári um 11%. Tekjuskattur lögaðila hefur hækkað nær stöðugt frá því skatthlutfall var lækkað í 18% tekjuárið 2002.

Tölur um álagningu lögaðila árið 2006 fyrir tekjuárið 2005 liggja nú fyrir. Um er að ræða tekjuskatt,
tryggingagjald, fjármagnstekjuskatt, búnaðargjald, jöfnunargjald alþjónustu og iðnaðarmálagjald.
Álagningin nemur samtals 73,9 milljörðum króna.