Bandaríska hagkerfið er hjaðnað að það getur tekið lengri tíma en venjulega að rétta það við, segir Alan Greenspan fyrrverandi Seðlabankastjóri Bandaríkjanna.

Þetta sagði Greespan á ráðstefnu í Jeddah í Saudi Arabíu. Hann segir engan hagvöxt vera í Bandaríkjunum og það taki líklega langan tíma að koma því af stað aftur.

Bandaríski seðlabankinn lækkaði hagvaxtarspá sína í síðustu viku um hálft prósent og gerir ráð fyrir 1,3% til 2% hagvexti á árinu. Þá er minnkandi veltu á húsnæðismarkaði og flöskuhálsum á lánamarkði helst kennt um.

Greenspan sagði einnig í ræðu sinni að ekkert bendi til þess að hægja muni á hækkun olíuverðs. Olíuverð fór í síðustu viku hæst í 101,32 bandaríkjadali og telur Greenspan að olía muni halda áfram að hækka.