Leikarinn Alan Rickman er látinn, 69 ára gamall. The Guardian segir frá þessu. Hann hafði þá glímt við krabbamein.

Rickman var hvað best þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndinni Die Hard þar sem hann lék hlutverk Hans Gruber, og yngri kynslóðin þekkir hann ef til vill best sem Severus Snape úr Harry Potter kvikmyndunum.

Alan hafði leikið í mörgum kvikmyndum, en einnig verið þekktur fyrir leiklist sína á stóra sviðinu. Fyrir list sína hlaut hann Golden Globe-verðlaunin, Emmy-verðlaunin og Bafta-verðlaunin, auk ótalinna annarra.