Álbirgðir í heiminum voru á fimmtudag í síðustu viku komnar í 3,93 milljónir tonna samkvæmt skráningu LME í London. Ef skráning í Shanghai og Comex eru taldar með, þá eru brigðirnar í heild rétt yfir 4 milljónir tonna.

Á sama tíma var álverðið aðeins 1.473 dollarar á tonnið, eða tæplega helmingur þess sem var þegar það stóð hæst í júlí í fyrra.

Verðmæti óseldra álbirgða heimsins á verðlagi áls á föstudag var um 5,8 milljarðar dollara sem samsvarar ríflega 730 milljörðum íslenskra króna.

Þá greindi Reuters frá því á föstudag að nær útilokað væri annað en að álbirgðirnar næðu 4 milljóna tonna markinu hjá LME og sumir sérfræðingar væru farnir að spá því að brigðirnar myndu komast í 5 milljónir tonna á þessu ári.