Birgðir af áli eru enn að aukast. Birgðir hjá London Metal Exchange hafa aukist um nærri 50% bara á þessu ári. Það skýrist af mjög dræmri eftirspurn. Ekki er útlit fyrir að spurn eftir áli aukist fyrr en í fyrsta lagi undir lok þessa árs segir í nýrri skýrslu frá IFS greiningu.

Þar er bent á að til að birgðasöfnun minnki er því ljóst að framleiðendur þurfa enn að draga úr framleiðslu en talið er að álframleiðendur hafi dregið framleiðslu saman um 15%. Til eru birgðir sem samsvara 2 mánaða framleiðslu.

Í greiningi IFS er bent á að mjög áhugaverður mælikvarði á birgðasöfnun er hversu mikil framleiðsla er í raun til. Miðað við gögn frá LME má sjá að í dag eru til birgðir sem samsvara um 2 mánaða framleiðlsu. Þar sem eftirspurn er enn nokkuð minni en framleiðsla er því ljóst að birgðir duga enn lengur en það, þó svo að framleiðsla væri engin. Erlendir greinendur hafa nefnt að allt að 100 daga birgðir séu nú til, en við teljum að sú áætlun sé í hærri kantinum.

Sjáum ekki fyrir okkur mikla hækkun álverðs á næstunni Kínversk stjórnvöld hafa undanfarið keypt ál frá innlendum framleiðendum langt yfir markaðsverði og halda þar með framleiðslu uppi. Þær miklu birgðir sem til eru í dag munu að okkar mati halda aftur af mögulegum verðhækkunum á næstu mánuðum segir í skýrslu IFS.