Landsvirkjun og Alcan á Íslandi hafa samþykkt að taka upp einkaviðræður um raforkusamning fyrir stækkun álversins í Straumsvík, segir í fréttatilkynningu. Stefnt er að því að ljúka viðræðum fyrir lok þessa árs.

Unnið hefur verið að því að auka framleiðslugetu álversins í Straumsvík um 280 þúsund tonn á undanförnum árum.

Stefnt er að því að framkvæmdum ljúki og rekstur álversins hefjist árið 2010.

Alcan og Orkuveita Reykjavíkur hafa undirritað viljayfirlýsingu um útvegun hluta raforkunnar til stækkunarinnar sem samsvarar um 40% heildarþarfarinnar.

Það sem upp á vantar samsvarar orkuframleiðslugetu Búðarhálsvirkjunar í Tungnaá og í virkjunum þeim í Neðri Þjórsá sem hlotið hafa samþykki í mati á umhverfisáhrifum.

Landsvirkjum mun ekki ræða við aðra orkukaupendur um sölu á rafmagni frá þessum virkjunarkostum á meðan viðræður þessar standa, segir í tilkynningunni.