Kanadíski álframleiðandinn Alcan hefur í huga að auka álframleiðslu um 970 þúsund tonn, sagði forstjóri fyrirtækisins, Dick Evans á miðvikudag, að kemur fram í frétt Dow Jones.

Alcan telur möguleika á að eignast 30% hlutdeild í bræðsluofni í Coega-héraðinu í Suður-Afríku og gæti fyrirtækið þar aukið framleiðslu um 220 þúsund tonn, segir Evans, en ákvörðun um hvort af því verði verður tilkynnt á þriðja ársfjórðungi.

Einnig kemur til greina að stækka álver fyrirtækisins í Kitimat-héraðinu í Kanada, en það gæti aukið framleiðslu um 400 þúsund tonn, ákvörðun verður einnig tekin um það á þriðja ársfjórðungi.

Fyrsti áfangi nýs álvers í arabaríkinu Oman mun þá auka framleiðslu um 70 þúsund tonn, segir í fréttinni.

Evans segir að stækkun álversins í Straumsvík myndi auka framleiðslugetu Alcan um 280 þúsund tonn, segir í fréttinni.

Fyrr á árinu tilkynnti Alcan að fyrirtækið hefði tryggt sér 40% af þeirri orku sem þyrfti til fyrirhugaðrar stækkunarinnar í Straumsvík árið 2010, en Alcan er nú að semja um þau 60% sem vantar við Landsvirkjun, segir í fréttinni.