Fransk-Ameríska fjarskiptafyrirtækið Alcatel-Lucent hefur sent frá sér afkomuviðvörun þar sem kemur fram að fyrirtækið sjái fram á tap á rekstri félagsins á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Ástæða rekstrartapsins er einkum rakin til slæmrar frammistöðu í sölu á þráðlausum fjarskiptabúnaði. Fyrirtækið segist búast við því að rekstrartekjur Alcatel-Lucent verði 3,9 milljarðar evra á ársfjórðungnum, sem er 12% minna heldur en árið á undan.