Alcoa lýsti því yfir í gær að fyrirtækið hygðist draga úr framleiðslu sinni á ál- og súrálsframleiðslu. Félagið mun minnka bræðslu um 503 þúsund tonn og álvinnslu um 1,2 milljón tonn.

Framleiðsluniðurskurðurinn mun bæta stöðu Alcoa á markaðnum svo um munar, innan um erfiðan markað og sveiflur um þrjátíu prósentustig í hinni svökölluðu Midwest álagningu.

„Við höfum skorið niður á framleiðslu sem ekki var hagstæð,“ segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Klaus Kleinfeld. „Alcoa hefur stöðugt tekið ákvarðanir sem styðja að áframhaldandi velgengni.“

Century Aluminum, móðurfyrirtæki Norðuráls á Grundartanga, hefur líka átt í vandræðum með flökt í verði álagningarinnar. Viðskiptablaðið fjallaði áður um mögulegar þrengingar í rekstri Century og mögulegar lokanir í bandarískum álbræðslum.