Alcoa Fjarðaál hlaut í dag árlega viðurkenningu Jafnréttisráðs fyrir störf sín í á sviði jafnréttismála.

Þetta kemur fram á vef félags- og tryggingamálaráðuneytisins.

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, afhenti verðlaunin. Í ávarpi sem hún flutti við þetta tækifæri sagði hún meðal annars að stefna Alcoa um að ráða að jöfnu konur og karla til starfa í fyrirtækinu hefði verið áberandi frá upphafi í starfsemi þess.

Árangurinn væri sá að 28% af 450 starfsmönnum væru konur, 34% í framleiðslustörfum og 27% í framkvæmdastjórn.

Sjá vef félags- og tryggingamálaráðuneytisins.