Bandaríska álfyrirtækið Alcoa, sem rekur álverið á ÁlverReyðarfirði, hagnaðist um 308 milljónir dala á fyrsta ársfjórðungi 2011. Á sama tímabili í fyrra nam tap félagsins um 201 milljón dala.

Hagnaður félagsins var meiri en markaðsaðilar bjuggust við en tekjur félagsins voru þó lægri en talið var að raunin yrði. Þannig námu tekjur 5,96 milljörðum dala. Á Wall Street var búist við að tekjur yrðu um 6,08 milljarðar.

Hlutabréfaverð í álrisanum féll um 3,4% eftir lokun markaða í gær en hlutabréf í félaginu hafa hækkað um nærri 40% á síðustu sex mánuðum.