Bandaríski álrisinn Alcoa áformar að loka einu af tveimur álverum sínum í Ástralíu og tveimur verksmiðjum þar í landi fyrir árslok. Hugsanlegt er að þúsund manns missi vinnuna af þessum sökum. Fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins ( BBC ) af málinu að forsvarsmenn Alcoa segir álverið og verksmiðjurnar séu ekki lengur samkeppnishæfar og haft eftir Klaus Kleinfeld, forstjóra Alcoa, að þær séu ekki „fjárhagslega sjálfbærar.“

BBC segir stjórnendur Alcoa hafa skoðað það árið 2012 að loka álverinu í Ástralíu. Bæði hafi hrávöruverð og þar með álverð lækkað auk þess sem rekstrarkostnað hafi aukist og gengi ástralska dollarsins hækkað gagnvart öðrum myntum. Það hefur svo valdið því að bílaframleiðendur hafa flutt starfsemi sína annað. Það hefur jafnframt áhrif á Alcoa enda dregur það úr eftirspurn eftir áli í Ástralíu.