*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 23. október 2014 14:01

Alcoa og Eimskip endurnýja samninga til fimm ára

Alcoa Fjarðaál og Eimskip hafa endurnýjað samstarfssamning um hafnarþjónustu við Mjóeyrarhöfn.

Ritstjórn

Alcoa Fjarðaál hefur endurnýjað samstarfssamninga við Eimskip að undangengnu alþjóðlegu útboði um hafnarvinnu fyrir álverið við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði til næstu fimm ára. Eimskip hefur annast þessa þjónustu fyrir Alcoa frá gangsetningu álversins árið 2007.

Eimskip hefur lagt í rúmlega tveggja milljarða króna fjárfestingu á Austurlandi í tengslum við þjónustuna fyrir Alcoa og vegna annarrar starfsemi félagsins á svæðinu.  Hjá Eimskip á Austurlandi starfa nú um 100 manns við frágang á vörum Fjarðaáls til útflutnings, hafnarvinnu, gámaflutninga og innanlandsflutninga.

Flutningar til og frá Austurlandi hafa aukist verulega með tilkomu Mjóeyrarhafnar, en árlega fara um 1,5 milljónir tonna af vörum um höfnina.

Stikkorð: Eimskip Alcoa Fjarðaál