Bandaríski álrisinn Alcoa hefur undirritað viljayfirlýsingu við heimastjórnina í Grænlandi um byggingu nýs álvers á Grænlandi. Ef af verður yrð þetta fyrsta álverið á Grænlandi en gert er ráð fyrir að það verði 340.000 tonn að stærð og fái orku sína frá vatnsorkuveri.

Í frétt Alcoa kemur fram að innan skamms hefst áreiðanleikakönnun fyrir álverið. Er gert ráð fyrir að byggja verði nýja höfn á Grænlandi við álverið sem yrði fyrsta stórskipahöfn Grænlands. Viljayfirlýsingin bendir til þess að Alcoa muni einnig koma að byggingu orkuvers og agningu línumannvirkja.