Alcoa og Landsvirkjun samþykktu í gær að Alcoa muni leggja til 300 milljónir króna til borunar tilraunaholu við Kröflu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækjunum.

Borað verður niður á 3,5 kílómetra dýpi, en borun holunnar hófst í síðustu viku. Ráðgert er að holan verði dýpkuð í allt að fimm kílómetra á næsta ári.

Í tilkynningu segir að Alcoa verði jafnframt aðili að dýpkuninni á næsta ári sem og allri rannsóknarvinnu, ásamt hópi innlendra og erlendra aðila.

Íslenska djúpborunarverkefninu er ætlað að kanna hagkvæmni þess að vinna orku og ýmis efni úr háhitasvæðum. Til þess er borað mun dýpra í jörð en áður hefur tíðkast. Á meira dýpi finnst meiri hiti og þrýstingur en í efri jarðlögum. Djúpholur eru taldar geta framleitt að að því tífalt meira rafmagn en borholur dagsins í dag.

Íslenska djúpborunarverkefnið felst í því að kanna hagkvæmni þess að vinna orku og efnasambönd úr háhitasvæðum með því að bora mun lengra niður í jörðina en áður hefur verið gert. Þar er að finna  miklu meiri hita og þrýsting en í efri jarðlögum. Talið er að slíkar borholur gætu framleitt allt að tíu sinni meiri raforku en borholur í dag.