Alcoa, móðurfélag Fjarðaráls, tapaði 193 milljónum dala á fjórða ársfjórðungi 2011, samanborið við 172 milljóna dala hagnað á sama tíma í fyrra. Tapið er einkum rakið til mikillar lækkunar á álverði á heimsmarkaði. Reuters fjallar um afkomuna sem birt var seinnipart í gær.

Þrátt fyrir taprekstur á fjórða ársfjórðungi voru tekjur félagsins hærri en búist var við. Það er talið jákvætt merki fyrir álmarkaðinn og bendir til að eftirspurn eftir áli sé mikil, sérstaklega á mörkuðum flugvéla og bifreiða.

Hlutabréfaverð í Alcoa fór hækkandi á eftirmarkaði í kjölfar tilkynningarinnar um afkomu.