Alcoa Inc, Hewlett-Packard Co, og Bank of America Corp munu detta út úr Dow Jones vísitölunni í næstu viku. Þetta er mesta breyting sem gerðr hefur verið á vísitölunni í næstum áratug.

Íþróttavöruframleiðandinn Nike kemur í staðinn fyrir Alcoa, sem hefur verið hluti af vísitölunni í 50 ár. Greiðslukortafyrirtækið Vísa kemur í staðinn fyrir HP og Goldman Sachs Group kemur í staðinn fyrir Bank of America.

Breytingarnar ganga í gegn eftir lokun markaða 20. september, eftir því sem fram kemur á vef Wall Street Journal.