Alcoa hefur riðið á vaðið og birt afkomutölur annars ársfjórðungs. Fyrirtækið leggur nú megináherslu á að draga úr kostnaði þar sem hækkandi heimsmarkaðsverð á áli endurspeglar verðþróun á aðföngum áliðnaðarins.

Þrátt fyrir mikla hækkun á heimsmarkaðsverði á áli minnkaði hagnaður Alcoa um 24% á öðrum ársfjórðungi. Þetta má rekja til þess að Alcoa hefur ekki í jafn ríkum mæli og aðrir álrisar byggt upp starfsemi sína í ríkjum þar sem orkukostnaður er lágur auk þess sem eftirspurn frá Asíu vegur ekki upp á móti að fullu samdrátt beggja vegna Atlantsála.

Þrátt fyrir minni hagnað en í fyrra var afkoma Alcoa umfram væntingar sérfræðinga og gengi hlutabréfa félagsins hækkuðu í kjölfar þess að afkoman var kunngjörð.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .