Náist samningar um kaup á raforku vill Alcoa stækka verksmiðju sína á Reyðarfirði um 40 þúsund tonn. Um yrði að ræða 20-25 milljarða króna fjárfestingu og segir Tómar Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, í samtali við Morgunblaðið að um 150-200 manns fengju vinnu á framkvæmdatíma og eftir stækkun þyrfti álverið að ráða til sín um 50 manns.

Til þess að af geti orðið þarf Alcoa að geta keypt 40 MW af raforku til viðbótar af raforku og er stækkunin því háð getu Landsvirkjunar til þess að selja þessa orku. Samningaviðræður standa á milli fyrirtækjanna um þetta. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir í samtali við blaðið að verið sé að vinna í að auka framleiðslugetu Kárahnjúkavirkjunar.