*

fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Innlent 25. júní 2018 10:38

Alda hagnast um 100 milljónir

Hótelið Alda sem staðsett er við Laugaveg hagnaðist um 101 milljónir á síðasta ári.

Ritstjórn
Hótel Alda er staðsett við Laugaveg.
Haraldur Guðjónsson

Hótelið Alda sem staðsett er við Laugaveg hagnaðist um 101 milljónir á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins. 

Rekstrartekjur hótelsins voru 790 milljónir króna en rekstrargjöldin voru um 655 milljónir króna.

Eignir hótelsins voru 308 milljónir króna í lok síðasta árs borið saman við 273 milljónir í lok ársins þar á undan. Þá var eigið fé jákvætt um 226 milljónir í lok árs 2017.

Icelandair hótel keyptu Öldu í apríl síðastliðnum en mánuði síðar var það aftur sett á sölu.

Stikkorð: Uppgjör Hótel Alda