Rekstrarfélag Alda sjóða hf. hagnaðist um 8,4 milljónir króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi. Þetta er nokkuð minni hagnaður en á árinu 2012 þegar hann nam 32 milljónum.

Alda sjóðir hf. er félag sem annast rekstur verðbréfasjóða, fjárfestingarsjóða og fagfjárfestasjóða. Tekjur félagsins jukust hins vegar töluvert milli ára en í lok síðasta árs námu heildartekjurnar 94 milljónum samanborið við 69 milljónir árið á undan. Að sama skapi hækkuðu rekstrargjöld úr 36 milljónum króna árið 2012 í 94 milljónir í fyrra.

Eignir félagsins voru metnar á 167 milljónir í fyrra og nam eigið fé 143 milljónum. Eiginfjárhlutfallið var 46,4%. Skuldir félagsins námu 24 milljónum í fyrra.

Stærstu hluthafarnir eru Alecia ehf. sem á 48% hlut en Þórarinn Sveinsson á 95% í Alecia. Þá á Guðmundur Steinar Jónsson 20% hlut í gegnum félagið 0210 Holding ehf. Enginn arður var greiddur í fyrra.