Súluritin að ofan koma fjölmiðlun ekki beint við, en þau geta gefið vísbendingu um breyttan hag fjölmiðla. Víst breytti netið miklu fyrir þá, en einnig má vera að fjölmiðlar verði varir við aðra og víðtækari breytingu á vestrænum neysluháttum.

Umræðan öll um deilihagkerfið er nefnilega ekki úr lausu lofti gripin, en vestanhafs er aldamótakynslóðin nýja alls ekki jafnlíkleg til þess að eignast hluti og fyrri kynslóðir.

Hvort sem það er nú fyrir lífsstílsval eða óheillaþróun í mörgum þróuðum hagkerfum, þar sem menn ganga ekki lengur að bættum hag og auknum tekjum vísum. Það hefur vitaskuld áhrif á jafnloftkennd gæði og fréttir og afþreyingu.