Ein stærsta og framsæknasta skóverslanakeðja heims er komin til Íslands og hefur opnað fyrstu verslun sína í Kringlunni. Það er Sera ehf., sem er sérleyfishafi Aldo footware and accessories á Íslandi, en það er einkafyrirtæki og eigendur þess hafa áratugareynslu í rekstri tískuverslana bæði hér heima og erlendis segir í fréttatilkynningu.

Aldo sérhæfir sig í framleiðslu á mjög vönduðum tískuskófatnaði og leðurvörum ásamt tískuaukahlutum. Við framleiðslu undir þessu eftirsótta vörumerki er áherslan lögð á gæði og gott handverk. Markmið Aldo er að færa viðskiptavinum sínum vandaðar hátískuvörur á hagstæðu verði segir í tilkynningunni.

Þar segir enfremur að starfsfólk Aldo, hönnuðir og stílistar er stöðugt að störfum þar sem tískustefnan er í mótun, hvort heldur er í London, Mílanó, París, New York eða Tókýó ? og Aldo-verslanirnar eru fyrstar með það nýjasta og vandaðasta í skótískunni á fætur þína.

Aldo footwear and accessories var stofnað af Aldo Bensadoun í Kanada árið 1972. Fyrirtækið hefur verið í stöðugum vexti og í dag rekur það yfir 800 verslanir í 15 löndum.