Afkomuviðvaranir hjá breskum fyrirtækjum hafa aldrei verið jafn margar yfir sumartímann ef horft er aftur til síðustu sex ára. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem ráðgjafarfyrirtækið EY lét vinna og kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins.

Á þessu tímabili voru gefnar út 69 afkomuviðvaranir miðað við 56 á sama tímabili í fyrra. Meðal fyrirtækja voru Tesco og Next. Afkomuviðvörun er gefin út af fyrirtækjum á markaði ef búist er við að hagnaður muni lækka milli ára. Í skýrslunni kemur fram að þótt efnahagsaðstæður séu að batna séu fyrirtækin að kljást við erfiðan samkeppnismarkað.